Fátt er ungum hönnuðum heppilegra en að komast í samstarf við stór og vel þekkt fyrirtæki en þessu láni átti hin breska Nicola De Main að fagna þegar Nivea valdi hana sem samstarfsaðila um hönnun umbúða fyrir Nivea Soft.
Nicola er ungur, hipp og kúl hönnuður sem talin er eiga framtíðina fyrir sér í tískuheiminum en hönnun hennar er bæði kvenleg og svolítið ‘edgy’ á sama tíma. Hún einbeitir sér aðallega að því að hanna flott og sérstök mynstur en kjólarnir hennar eru ‘flowy’ og léttir.
Sjálf segist Nicola aldrei hafa notað annað en Nivea Soft á sjálfa sig en kremið er bæði ætlað fyrir andlit og líkama og er mjög létt, nærandi og gott. Ef marka má myndir af dömunni virðist það að minnsta kosti virka mjög vel.
Nicola hannaði þrennskonar mynstur fyrir dósirnar. Á einni eru kólibrí fuglar sem Nicola segist heillast mikið af en á hinum eru blóm og einskonar órætt mynstur.
Umbúðirnar koma á markað hér á Íslandi innan fárra vikna og kosta lítið, eins og allt sem frá Nivea kemur. Æði!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.