Melinda Gates, eiginkona annars ríkasta manns jarðar Bill Gates, hefur líkt og eiginmaðurinn sérlegan áhuga á að láta aðra njóta góðs af auðæfum þeirra hjóna.
Árið 1994 stofnuðu þau gjóðgjörðarsjóð sem í dag er sá stærsti sinnar tegundar í heiminum (36.4 billjónir dala eða rúmir 4000 milljarðar isk) og árlega er ausið ríkulega úr þessum sjóði til margskonar mála þó mestur fókus hafi verið á menntamál síðustu ár.
Melinda hefur þó alltaf haft sérlegan áhuga á heilsufarsmálefnum kvenna en á síðasta ári ákvað hún að einbeita sér fyrst og fremst að ákveðnu máli – getnaðarvörnum kvenna.
Eftir að hafa komið að máli við fátækar konur í þróunarlöndum um allann heim komst hún að þeirri niðurstöðu að hag þeirra mætti fyrst og fremst bæta með því að auðvelda þeim að nálgast og notast við getnaðarvarnir og núna vinnur hún að því hörðum höndum því lokamarkmiði að vera búin að útvega 120 milljónum kvenna getnaðarvarnir á næstu sjö árum, eða fyrir árið 2020!
Á sama tíma vinnur hún að því að láta rannsaka getnaðarvarnir en talað er um að niðurstöður þeirra rannsókna munu koma til með að breyta hag kvenna um heim allann.
Algjörlega brilliant!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.