1. desember er alþjóðlegur baráttudagur gegn HIV.
Snyrtivörufyrirtækið MAC hefur verið stór styrktaraðili forvarnarstarfsins gegn HIV-veirunni allt frá árinu 1994 en allur hagnaður af Viva Glam gloss og varalit rennur í forvarnarsjóð um heim allan.
Í dag gefur snyrtivörufyrirtækið MAC ennfremur 2,5 milljónir til samtakanna HIV-Íslands sem skiptir sköpum fyrir fræðslustarf hér á landi!! Peningarnir söfnuðust í gegnum sölu VIVA GLAM á Íslandi!
Þetta eru frábærar fréttir því undanfarin ár hafa fleiri verið að smitast af HIV-veirunni hér á landi en áður hefur verið, öfugt við annarsstaðar í heiminum.
Það er því ljóst að ekki má slá slöku við í fræðslu. Eins er mikilvægt að halda úti opinni og fordómalausri umræðu um HIV því á meðan fordómar þrífast er ekki um fræðandi umræðu að ræða innan samfélagsins. Það hefur verið sagt að því minna sem fólk veit þeim mun meiri áhættuhegðun sýnir það en því meira sem fólk veit er það ábyrgara.
Mikilvægt er líka að minna á að þeir sem eru HIV-jákvæðir og á lyfjum og taka þau á ábyrgan hátt eru ekki smitberar.
Það er því afar mikilvægt að fólk fari í HIV-mótefnamælingu og fari á lyf til þess að útbreiðslan stöðvist, sem verður vonandi einn daginn!!
Markmið MAC snyrtivörufyrirtækisins er að hjálpa fólki á öllum aldri, öllum kynstofnum af báðum kynjum í baráttunnii gegn HIV og alnæmi úti um allan heim með einum varalit í einu!
Svo það er um að gera að styrkja þetta verðuga málefni ♥ MAC – snyrtivörur
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.