Ljósaganga UN Women á Íslandi verður haldinn á morgun þann 25. nóvember kl. 19.00.
Gangan markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og er jafnftamt síðasti Appelsínuguli dagurinn í ár.
Það er ekki til það samfélag á jarðríki þar sem konur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns. Grófasta form slíks ofbeldis eru án efa kerfisbundin morð á konum og stúlkum, eða kvennamorð.
Þessi hrikalegu brot á mannréttindum kvenna fyrirfinnast í öllum löndum og samfélögum þó birtingarmyndir þeirra séu oft ólíkar.
Í Gvatemala eru að meðaltali tvær konur drepnar á hverjum degi, eingöngu vegna kyn síns. Tíu konur deyja daglega í Brasilíu, eingöngu vegna heimilisofbeldis. Í Lýðveldinu Kongó er 36 konum nauðgað að meðaltali á dag. Þetta eru hræðilegar staðreyndir.
DAGSKRÁ
- Gangan hefst í Alþingisgarðinum kl. 19 á morgun, sunnudaginn 25 nóvember, en þar verða þrír ljósberar heiðraðir fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á árinu. Kerti verða seld á 500 kr. og þú getur skrifaði undir eftirfarandi áskorun: Við krefjumst þess að stjórnvöld geri ALLT sem í þeirra valdri stendur til að útrýma ofbeldi gegn konum: hér heima og að heiman!
- Gangan endar í Bíó Paradís þar sem verðlaunamyndin Skemmd epli eða Tyrannosaur, verður sýnd. Miðaverð er 1.000 kr. og rennur allur ágóði af myndinni til UN Women á Íslandi.
- Heitt kakó og smákökur verða í boði eftir gönguna.
Göngum fyrir systur okkar, frænkur, ömmur, mæður, dætur, vinkonur og okkur sjálfar!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.