Ritstýrurnar Björk Eiðsdóttir og Elín Arnar tóku saman föggur sínar og yfirgáfu höfuðstöðvar Birtings í Garðabænum í morgun.
Björk fékk sagði upp fyrir nokkrum vikum eins og fjallað hefur verið um á íslenskum vefmiðlum en Elín hætti samdægurs í morgun eftir að hafa unnið sem ritstýra Vikunnar í ein átta ár.
Á þessum tíma hefur hún gert blaðið að einu mest selda prentaða tímariti landsins en fljótlega eftir að henni var boðið ritstjórnarsætið tóku sölutölur blaðsins kipp upp á við.
Svo virðist sem kvenskörungum sé ekki mjög vært hjá Birtingi en þær stöllur unnu á sínum tíma meiðyrðamál hjá Héraðsdómi sem Geiri kenndur við Goldfinger höfðaði gegn bæði ritstýru og þáverandi blaðamanni Vikunnar, en Björk Eiðsdóttir starfaði sem blaðakona á Vikunni þar til hún tók við ritstjórnarstólnum hjá Séð og heyrt í júlí í fyrra.
Málið þróaðist þannig að Geiri áfrýjaði og síðar var Björk fundin sek hjá Hæstarétti en hún áfrýjaði þá aftur til Mannréttindadómstóls í Strasbourg og var sýknuð.
Mál þetta þótti merkilegt og mikill akkur fyrir blaðamennskuna en heimsathygli vakti svo fyrir skemmstu þegar Björk vann í máli gegn íslenska ríkinu með að fá að nefna dóttur sína Blæ.
Uppsögn bæði Bjarkar og Elínar er ein af mörgum undanfarið hjá útgáfufélaginu en skipt hefur verið um ritstjóra á flestum tímaritunum.
Þá hefur mest gengið á hjá Séð og heyrt en á síðustu þremur árum hefur SH farið í gegnum fimm ritstjóraskipti. Þar af voru það fjórar konur sem ýmist var sagt upp störfum eða hættu sjálfar.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.