The MAC Aids fund eða alnæmissjóður MAC úthlutaði HIV á Íslandi, Alnæmissamtökunum, 2.500.000,- íslenskra króna sem kom af sölu Viva Glam varalita og glossa hér á landi.
Þess má geta að um 700 stk. Voru seld á síðasta ári og fer ALLUR ágóði af sölu Viva Glam í þennan sjóð.
Þetta var í fimmta skipti sem HIV á Íslandi, Alnæmissamtökin fá styrk úr sjóðnum og fer þessi styrkur í forvarnir og fræðslu í öllum 9. og 10. Bekkjum á landinu.
Dagurinn var haldin hátíðlegur í MAC Kringlunni þann fyrsta des og margir þjóðþekktir einstaklingar lögðu lið við að vekja athygli á málstaðnum.
Sjáðu myndirnar úr Kringlunni en hér var greinilega góð stemmning og allir kátir.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.