Vinkonurnar Hrafnhildur Guðrúnardóttir, Sigríður Ella Jónsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir opna búð í Kaupmannahöfn 8. júní sem þær hafa unnið að í eitt og hálft ár og nefnist Karrusel.
Þær stefna aðallega á að selja kvenfatnað og fylgihluti fyrir konur og eru komnar með 25 íslenska hönnuði og þeirra á meðal eru Hildur Yeoman, Kalda, Jet Korine og Kría.
Hugmyndin er að fá fleiri hönnuði og einnig erlenda og nú var að bætast við Chorux og Diana Orving í hópinn.
Einnig ætla þær að bjóða upp á vörur eftir nokkra myndlistamenn en Gjörningaklúbburinn ætlar að leyfa þeim að selja kleinupúðana sína sem eru úr verki þeirra Gestrisni, Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter) mun bjóða upp á vel valda hluti úr sínu safni ásamt Söru Riel, sem sýnir og selur verk og límmiða.
Búðin er vel staðsett en hún er á Knabrostræde, sem er hliðargata við Strikið. Það verður gaman að fylgjast með þróun þessarar verslunar en hún lofar góðu og fjölbreytnin verður mikil.
Ef þú ert í Köben um helgina kíktu við! Human Woman spilar á opnunardaginn og það verður mikil gleði.
Ef þið viljið líta inn þá er búðin á Knabrostræde 1a. Heimasíðan er www.karruselboutique.com sem verður virk núna um helgina og svo getið þið kíkt á fésbókina http://www.facebook.com/karruselboutique

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.