“Walk a mile in her shoes” eða SETTU ÞIG Í HENNAR SPOR er yfirskrift vitundarvakningar kanadískra karlmanna gegn kynbundnu ofbeldi.
Þann 27. september s.l þrömmuðu að minnsta kosti eitt þúsund karlar í Toronto eina mílu (1.5 km) á háum hælum til að vekja kynbræður sína til umhugsunar um ofbeldi sem beinist að konum og afleiðingar þess á alla – ekki bara konur.
Þetta er fjórða árið sem farið er í þessa göngu en tilgangurinn er að safna fé sem síðan er notað í þágu verkefnisins. Það eru kanadísku White Ribbon samtökin sem standa að baki átakinu en liðsmenn þess einbeita sér að því að vinna gegn kynbundu ofbeldi með því að tala til karlmanna.
Einn þeirra sem tekur þátt í göngunni er Sebastian Gatica almannatengill:
“Ofbeldi gegn konum er raunverulegt vandamál og atburðir af þessu tagi hjálpa til við að beina sjónum fólks að þessu og um leið leita lausna. Um leið viljum við hvetja til vitundarvakningar og upplýsa karlmenn og stráka um jafnan rétt kynjanna,” segir hann í viðtali við Huffington Post.
Ofbeldi gegn konum hefur ekki aðeins neikvæð áhrif á þær einar heldur líka fjölskyldur þeirra, vinnufélaga, vini og aðra. Í Kanada hefur 51% kvenna, 16 ára og eldri, orðið fyrir einhverskonar ofbeldi vegna kynferðis síns.
Við á Pjatt.is vitum ekki hver staðan er með íslenskar konur en það væri virkilega gaman að sjá strákana okkar taka sig saman næsta sumar og setja sig í okkar spor með því að ganga á hælum niður Laugaveginn!
Frábært framtak hjá Kanadamönnum sem verður gaman að fylgjast með á næsta ári!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Md7bfz-O8ZA[/youtube]
Hér er skemmtilegt myndasafn fengið að láni í gegnum Twitter og Instagram af köppum sem tóku þátt í göngunni…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.