Þegar börnin okkar fæðast finnst okkur þau yfirleitt fallegasta mannvera sem hefur litið dagsins ljós á jörðu. En þetta gerðist ekki í tilfelli kínverjans Jian Feng.
Honum þótti barnið sitt svo ljótt að hann sótti um skilnað við eiginkonuna, í þeirri trú að hún hlyti að hafa haldið framhjá honum. Líffræðilega séð hefði ekki gengið upp fyrir hann að eiga svona ljótan krakka.
En faðernispróf leiddi í ljós að vissulega átti Feng barnið.
Og eiginkonan neyddist til að játa fyrir Feng, að áður en þau kynntust hafi hún farið í fegrunaraðgerðir í Suður-Kóreu og borgað fyrir um 10 milljónir. Feng varð æfur við þessar fréttir og kærði konuna fyrir að hafa ekki sagt sér neitt um þessar aðgerðir og þar með narrað sig í hjónabandið á fölskum forsendum.
Ótrúlegt en satt – þá vann hann málið og hún þurfti að greiða honum rúmar 15 milljónir íslenskra króna!!
Í viðtali við CNN segist hann hafa gifst konunni af ást en um leið og fyrsta dóttir þeirra hafi komið í heiminn hafi vandræði skapast í hjónabandinu: “Dóttir okkar var svo ljót, í raun svo ljót að mig hryllti við henni.”
Þetta er mögulega fáránlegasta skilnaðarorsök sem um getur?! Og aumingja barnið.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.