Unnendur NýDanskrar og John Grant eiga gott í vændum í september því sá síðarnefndi ætlar að vera sérstakur gestur á tónleikum hjá okkar gömlu góðu í Hörpunni þann 21.sept.
Í fréttatilkynningu frá strákunum segir að gott sé á milli Grant og meðlima Nýdanskrar alveg frá því hann mætti á tónleikinn Nýdönsk í nánd í Borgarleikhúsinu hér um árið:
“Sumir vilja meina að margt sé skylt með tónlist John Grant og Nýdanskrar og verður fróðlegt að sjá afrakstur samstarfsins,” segir í tilkynningunni.
Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt og verða tileinkaðir vinsælustu lögum hljómsveitarinnar sem fagnaði í fyrra 25 ára afmæli með tvennum tónleikum í Hörpu. Uppselt er á fyrri tónleikana kl. 20 en ennþá eru til miðar á aukatónleikana kl. 23.
Nýdönsk er nú í hljóðveri að hljóðrita eitt laga John Grant og mun lagið hljóma á öldum ljósvakans innan tíðar.
Við bíðum angurværar og spenntar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.