Veitingastaðurinn Sushisamba opnaði í Þingholtsstræti 5 í lok nóvember á síðasta ári en frá því staðurinn opnaði hefur hann verið einn vinsælasti veitingastaður landsins með fullt hús ánægðra gesta öll kvöld.
Áður en þessi frábæri staður opnaði fengu liðsmenn hans tvo sushi meistara erlendis frá, þá Mr. Olivera og Shin Hara.
Mr. Olivera (Carlos Olivera) er sushimeistari Sushisamba og hefur starfað þar frá upphafi en áður bjó hann í Kaupmannahöfn og starfaði m.a. á Sticks and Sushi, Umami og Custom House sem allt eru þekktir sushi staðir og ættu að vera mörgum íslendingum kunnir.
Shin Hara (Shinichiro Hara) er japanskur sushimeistari og sérlegur ráðgjafi Sushisamba manna. Hann lagði á ráðin áður en staðurinn opnaði og hefur verið veitingamönnunum innan handar.
Shin Hara hefur starfað við góðan orðstír í Japan og Bandaríkjunum en í dag býr hann og starfar í Monakó á stað sem heitir Mayabay.
Þessi framúrskarandi góði sushimeistari verður gesta kokkur á Sushisamba í júlí og ætlar að kynna viðskiptavini fyrir sínum sérstöku réttum eða ‘signature rolls’ eins og það kallast á fagmáli sushimanna og verða þá mismunandi réttir í boði hverju sinni.
Lærðu af meistaranum
Okkur finnst líka gaman að segja frá því að í tilefni heimsóknarinnar verður Sushisamba með leik á Facebook síðu sinni en í verðlaun er Sushinámskeið hjá Mr. Olivera og Shin Hara, þetta námskeið verður einungis haldið einu sinni og komast aðeins 12 heppnir einstaklingar á námskeiðið sem fer fram sunnudaginn 15. júlí.
Til þess að taka þátt í leiknum og eiga möguleika á að vinna þarf að kvitta á vegg Sushisamba og skrifa ” Sushinámskeið 101 á Sushisamba”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.