Það eru mjög sjaldan svona fréttir hér á Pjattinu en þessi er bara svo galin eitthvað að ég varð að skrifa um þessa 42 ára hjúkku sem myrti að minnsta kosti 38 karla og konur, – af því fólkið fór svo í taugarnar á henni!
Konan, Daniela Poggiali, sem starfaði á Lugo spítalanum í Róm myrti fórnarlömb sín með ofurskömmtum af potassium chloride (eða kalíum) og að svo búnu fannst henni upplagt að taka selfie af sér með fórnarlömbunum. Á þessum myndum var hún alltaf glöð og kát. Stundum fékk hún líka samstarfsfólk sitt til að smella af.
“Hún var alveg einstaklega hamingjusöm þegar hún bað mig að taka mynd af sér með líki,” sagði fyrrum samstarfsmaður hennar í viðtali við ítalskt dagblað, “Ég var bara hrædd”.
Daniella var handtekinn í síðustu viku eftir að lögreglan fór að rannsaka undarlegt dauðsfall á spítalanum þar sem hún starfaði. Þá hafði 78 ára kona komið inn í hefðbundna rannsókn en niðurstöður rannsókna sýndu að gamla konan hafði látist af of stórum skammti af kalíum í blóðinu.
Mjög fljótlega eftir að rannsóknin hófst kom í ljós að óvanalega mörg dauðsföll höfðu orðið meðan Daniella var á vaktinni.
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs höfðu 38 af 83 sjúklingum hennar látist meðan dauðsföll á vöktum annara hjúkrunarfræðinga voru um 10. Í hverju tilfelli hafði hin 42 ára gamla Daniella myrt sjúklinga sína þar sem ýmist þeir sjálfir eða aðstandendur og fjölskyldur þeirra fóru í taugarnar á henni. Og eftir því sem lengra var grafið komu fleiri vafasamir hlutir í ljós.
Hún var gjörn á að gefa sjúklingum sínum róandi lyf eða svefnlyf svo að þau myndu ekki trufla hana og einu sinni gaf hún sjúklingi starfsfélaga síns hægðalosandi lyf til að hinar hefðu meira að gera á vaktinni.
Lögreglan fann mynd af Daniellu Poggiali á símanum hennar með einum hinna látnu. Við myndina hafði hún skrifað: “Brrr … mmm … líf og dauði … mmmmmm.”
Á símanum fannst líka mynd þar sem Daniella var brosandi með þumalfingur á lofti við hliðina á líki. Lögreglan rannsakar öll 38 dauðsföllin sem hafa orðið á vaktinni hjá hjúkrunarfræðingnum Daniellu en hún situr nú í gæsluvarðhaldi.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.