Fyrir hönnuði er það ekki auðveldasta verkefni í heimi að búa til reiðhjólafatnað og klárlega fór eitthvað úrskeiðis þegar búningar kólumbíska landsliðsins voru hannaðir.
Þegar búningur sem þessi er settur saman þarf að huga að ýmsu; Hann þarf að skera sig úr, vera í fallegum litum, samræmast lógói frá sponsor og vera áberandi á myndum svo fátt eitt sé nefnt.
Segja má að það hafi sannarlega tekist með kólumbíska búninginn en ekki af réttri ástæðu. Þegar hönnuðurinn (sem er ein af konunum í hópnum) ákvað að hafa miðjuna gyllta var stigið stórt feilspor.
Í flestum birtuskilyrðum lítur þetta nefninlega ekkert út eins og gull, heldur bara nakið og bert hold.
Fyrir vikið hefur liðið auðvitað farið í heimspressuna og fengið rækilega athygli en þetta fór allt af stað í hjólreiðakeppni í Toscana á Ítalíu fyrir nokkru.
Ótal fjölmiðlarisar hafa fjallað um málið en hjólaáhugafólk vonast helst til að hjólreiðar kvenna uppskeri meiri athygli eftir þetta, þó ekki fyrir sömu ástæðu. Skrítið hvað það þarf oft eitthvað svona til að tekið sé eftir kvennaíþróttum?
En þetta búningaklúður er sannarlega frekar fyndið, – því verður ekki neitað.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.