Auglýsingaherferð sem mæðgurnar Jóhanna Methúsalemsdóttir og Indía Salvör tóku þátt í fyrir undirfataframleiðandann Lake and Stars hefur vakið mikla athygli vestra.
Fjallað er um herferðina í mörgum fjölmiðlum, meðal annars í Huffington Post og ekki eru allir á eitt sáttir.
Í greininni kemur fram að mæðgurnar séu ekki starfandi fyrirsætur en að á milli þeirra sé sérstakt, ástríkt og fallegt samband og því hafi þær verið fengnar með í auglýsingaherferðina. Pistlahöfundur Huffington Post spyr hvort þetta sé viðeigandi í auglýsingaherferð eða hvort hér sé dansað á mörkum þess siðlega þar sem mæðgurnar komi fram á undirfötunum.
Jóhanna hefur vakið athygli fyrir sérstaka og fallega skartgripahönnun sína sem hún hannar undir merkinu Kría en dóttir hennar, Indía Salvör, sem er 19 ára, hefur fengist við fyrirsætustörf.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.