Fréttatíminn segir frá því í dag að íslensk kona gangi með fimmbura. Þau hjónin standa nú frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort þau eigi að láta eyða þremur af þessum fimm fóstrum, samkvæmt ráðleggingum lækna.
Hjónin fengu fréttina um fimmburana fyrir rúmri viku en þau segjast sveiflast fram og til baka um hvort þau eigi að láta eyða þremur, til að auka lífslíkur hinna eða feta braut áhættusamrar meðgöngu og treysta á að öll lifi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kona verður barnshafandi að fimmburum enda gerist þetta sjaldan hér í heiminum.
Hún naut aðstoðar frá Art Medica til að verða barnshafandi en líkurnar á því að úr verði fimmburar eru einn á móti fimmtán milljónum.
Líkurnar á fósturláti þegar kona gengur með fimmbura eru meira en fimm prósent en jafnframt aukast líkur á vandamálum tengdum meðgöngunni meira. Fjölburar eiga jafnframt á hættu að fæðast fyrir tímann.
Hér er úrdráttur úr viðtalinu:
„Þegar ég kom út í bíl og sagði vin okkar frá þessu hélt hann náttúrulega að ég væri að grínast. Hann áttaði sig fljótlega á því að svo var ekki, þegar ég brast í grát. Ég hringdi svo í manninn minn strax og ég gat og sagði honum að við ættum ekki von á tveimur börnum heldur fimm og að læknarnir vildu að við fækkuðum þeim í tvö. Hans fyrstu viðbrögð voru að við skyldum reyna að eiga þau öll. En við erum að velta þessu öllu fyrir okkur í samráði við læknana,“ segir hún.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.