30. desember er að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins hjá Vínbúðinnni. Hann ber nú eins og Þorláksmessu upp á sunnudag því má búast má við miklum fjölda viðskiptavina á morgun, gamlársdag.
Í fyrra seldust 503 þúsund lítrar af áfengi fyrir um 670 m. kr. dagana 27. – 31. des. Viðskiptavinir voru um 94 þúsund og þar af komu rúmlega 61% þeirra 30. – 31. des. Vínbúðin hvetur viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann.
Sala í Vínbúðunum það sem af er desember þ.e frá 1. – 24. desember er 3,6% minni en á sama tíma í fyrra. Sala áfengis fyrir jól þ.e. 17. – 24. desember var 679 þúsund lítrar sem er 10,3% meira magn en sömu daga í fyrra.
Þessa daga komu tæplega 132 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar eða um 5% fleiri en árið áður. Í ár bar 23. des. upp á sunnudag og því lokað í Vínbúðunum. Viðskiptavinir komu því í meira mæli í Vínbúðirnar 21. og 22. des en mikið álag var á aðfangadag.
Þá komu 137% fleiri viðskiptavinir en á aðfangadag í fyrra eða um 14 þúsund viðskiptavinir frá klukkan 9 – 13, sem lætur nærri að vera í efri mörkum afkastagetu Vínbúðanna.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.