IKEA biður þá viðskiptavini sem eiga BUSA barnatjald að hætta að nota það og koma með það í IKEA verslunina þar sem þeir fá tjaldið endurgreitt.
Í tilkynningu frá IKEA segir að stálvírarnir sem haldi tjaldinu uppi geti brotnað: „Ef það gerist, geta beittir endar víranna stungist út úr tjaldinu og rispað eða slasað börn að leik.“
Þá segir að vitað sé um þrjú tilvik erlendis þar sem vír hefur brotnað og stungist út úr tjaldinu og að minninniháttar slys hafi orðið í einu tilvikanna. BUSA barnatjaldið hefur verið í sölu á öllum markaðssvæðum IKEA frá því í ágúst á þessu ári.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.