Hann Sigurður hjá iPhone.is hefur undanfarin ár lagt sig fram um að styrkja börn sem búa við fötlun með því að gefa þeim iPad en það var hann Guðmundur Orri Garðarsson sem fékk síðasta iPad.
Guðmundur Orri er tíunda barnið sem fær iPad frá styrktarsjóðnum iBörn.
Hann varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu og var aldrei með sömu ósjálfráðu viðbrögð og nýfædd heilbrigð börn. Þriggja mánaða fór hann að krampa og fá flogaköst og var 5 mánaða greindur flogaveikur.
Guðmundur litli á erfitt með mál og tjáningu og notar mest tákn með tali til að gera sig skiljanlegan. Hann hefur stórar og grófar handahreyfingar og á erfitt með að stjórna mús eða öðrum stýripinnum en allir eru vissir um að iPad mun hjálpa honum við að þjálfa fínhreyfingar og geta tjáð sig með iPadinum en markmiðið með styrkarsjóðnum iBörn er að gefa hreyfihömluðum börnum iPad í þeirri viðleitni að þjálfa upp meiri hreyfigetu, hjálpa við tjáningu og þar með auka lífsgæði barnanna.
Af hverju tæki sem iPhone.is selur (hvort sem það er tölva, apple tv, sími eða annað) renna 1000 krónur í sjóðinn og er þetta eina verslunin sinnar tegundar sem sinnir slíku góðgjörðarmáli.
Sjóðurinn vill gjarnan fá ábendingar um hreyfihömluð börn sem iPad gæti komið að góðum notum fyrir. Margir muna eftir að hafa séð umfjöllun um iBörn í Kastljósi og ótal ábendingar bárust eftir þáttinn en þú getur sent póst á iborn@iphone.is.
Pjattrófurnar hvetja til viðskipta við iPhone.is vegna þess að með því ertu að láta gott af þér leiða líka. iPhone.is er með algjörlega samkeppnishæf verð og mjög persónulega, ábyrga og góða þjónustu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.