Kristy Gaffney hélt hún hefði fundið ástina þegar hún kynntist manni á netinu en nú stendur hún í harkalegri forræðisdeilu við að reyna að ná barni þeirra af honum.
Þau hittust fyrst á mannmörgum stað, hann sagðist vera viðskiptamaður sem ynni fyrir C.I.A. Hann sagðist einnig vera komin af auðum bandarískum ættum, nánar tiltekið Dupont ættinni. Hann sagðist vera fráskilinn barnlaus en að fyrri kona sín hafi ekki getað eignast börn.
Sambandið þróaðist hratt og ekki leið á löngu þar til Gaffney varð ólétt. Fyrst um sinn vildi maðurinn, Ed, að hún færi í fóstureyðingu en svo snerist honum hugur. Eftir að barnið fæddist bað hann Kristy um að skrifa undir pappíra sem tryggðu faðerni barnsins en lítið vissi Kristy. Með því að skrifa undir pappírana var hún að ættleiða barnið frá sér til Eds og konu hans.
Kristy hafði verið grunlaus um tvölfalt líferni mannsins. Þau önnuðust barnið saman á hennar heimili en hún hélt hann vera að koma sinni íbúð í stand áður en þau myndu flytja þangað.
Dag einn kom hann ekki heim með barnið eins og ætlað hafði verið. “Það var þá sem hann sagði mér allt um konuna hans, hvernig þau gátu ekki eignast börn og hvernig ég hafði nú afsalað mér barninu til þeirra.”
Síðar kemur í ljós að maðurinn var ekkert af því sem hann sagðist vera. Hét heldur ekki Dupont heldur Dippold og var harðgiftur.
Kirsty kærði hjónin fyrir athæfið og fékk ættleiðinguna afturkræfa en hjónin hafa kært á móti. Þau vilja ekkert eiga við fjölmiðla og segja óviðeigandi að ræða ættleiðingarmál opinberlega.
Hér er myndband með viðtali við Kirsty. Ótrúlegasta mál.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.