Hertogaynjan af Alba, jafnframt þekkt sem María del Rosario Fitz-James Stuart y de Silva er látin 88 ára að aldri. Hún bjó í Sevilla borg og hafði glímt við veikindi í stuttan tíma.
María del Rosario Fitz-James Stuart y de Silva var mjög auðug og lifði fjölskrúðugu lífi. Hún átti miklar fasteignir víðsvegar um Spán og var ríkasta kona Spánar. María del Rosario Fitz-James Stuart y de Silva var jafnframt ötull listaverkasafnari og átti verk eftir marga af frægustu meisturum síðustu aldar.
María del Rosario Fitz-James Stuart y de Silva bar líka ótal marga titla enda af fínum ættum langt aftur í aldir. Væri þeim öllum smalað í eina romsu myndi hún telja um fjörtíu titla.
Árið 2011 giftist hún vini sínum sem var 24 árum yngri en hún en áður hafði hún verið tvígift.
Þegar ljóst var um áætlanir hertogaynjunnar um að ganga í hjónaband með þessum unga vini sínum komu upp mikil mótmæli, meðal annars frá konungshöllinni og sex börnum hertogaynjunnar en hún friðaði þau með því að greiða þeim út allann þann arf sem þau máttu vænta að fá. Eiginmaðurinn afsalaði sér jafnframt öllu tilkalli til eigna hennar og þau gerðu með sér kaupmála.
Útlit hertogaynjunnar af Alba var alla tíð nokkuð sérstakt en bæði hár hennar, klæðnaður og andlitsdrættir voru sér á parti svona þegar hún var komin á efri ár eins og sjá má á þessum myndum. Hún virðist að minnsta kosti ekki hafa látið mikið stoppa sig í ferðum til lýtalækna þó deila megi um árangur þessara heimsókna.
Lestu meira um hertogaynjuna HÉR en HÉR má lesa um Margréti prinsessu sem var of gáfuð til að vera prinsessa, reykti, drakk og hélt framhjá.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.