Nýlega fékk 7 ára stúlka, Helena Jakubiak, iPad og ZooGue hulstur frá styrktarsjóði iStore.
Helena er með Smith Lemil opiz heilkenni sem upphaflega var kallað RSH.
SLO’S er genatengdur efnaskiptasjúkdómur sem gerir það að verkum að líkaminn framleiðir ekki ensím sem er mikilvægt til að fullvinna kólesteról. Þetta hamlar vexti og þroska líkamans bæði fyrir og eftir fæðingu.
Helena er hreyfihömluð og á erfitt með tjáningu, því mun iPadinn hjálpa henni að tjá sig, hjálpa henni í að þjálfa fínhreyfingar og auðvelda henni nám í framtíðinni.
“Við höfum mikla trú á þessari hressu stúlku, það sást bersýnilega að hún gat ekki beðið eftir að fara að nota iPadinn,” segir Sigurður Þór Helgason hjá iStore í Kringlu.
“Hún er átjánda barnið sem fær iPad frá okkur og erum við stolt af því að hafa átt þátt í því að hreyfigeta hafi batnað hjá langflestum, sum getað tjáð sig í fyrsta skipti á ævinni með iPadinum og auk ótal annara hluta sem hafa breyst og batnað með tilkomu iPads í lífi þeirra.”
Nítjánda barnið er skammt undan en af hverri seldri vöru í búðinni renna 1000 krónur í styrktarsjóðinn sem gefur börnum iPad.
Endilega sendið ábendingar um börn sem ykkur finnst að gætu notað svona tæki á iborn (hja) istore.is en hér geturðu lesið meira um verkefnið.
Vinsamlega deilið þessari frétt svo ábendingarnar verði sem flestar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.