Laugardaginn 6. október n.k. mun Grindavíkurbær halda samkomu til heiðurs Guðbergi Bergssyni rithöfundi og heiðursborgara Grindavíkur sem fagnar áttræðis afmæli sínu um þessar mundir.
Undirrituð verður viljayfirlýsing á milli Grindavíkurbæjar og Guðbergs um opnun Guðbergsstofu, sem verður sýning um líf og feril höfundarins.
Guðbergsstofa verður staðsett í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur, og er fyrirhuguð opnun í mars 2013 í tengslum við menningarviku Grindvíkinga. Jafnframt verður verkum Guðbergs gerð góð skil í nýju bókasafni Grindavíkurbæjar sem opnar í ársbyrjun 2014.
Á laugardaginn mun Guðbergur lesa upp óútgefna stuttsögu og jafnframt mun Hinrik Bergsson, bróðir Guðbergs, segja frá uppvaxtarárum þeirra bræðra í Grindavík.
Dagskráin hefst klukkan 14:00 í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur að Hafnargötu 12a í Grindavík.
Allir hjartanlega velkomnir!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.