Frá og með morgundeginum, eða dagana 3. – 7. maí, verður haldin stór sýning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þetta er í sjöunda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð en í fyrsta sinn að vori til.
Það er óhætt að segja að sýningunni hafi verið vel tekið undanfarin ár og hefur aðsóknin verið mjög mikil. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun. Það eru listamennirnir sjálfir sem kynna vörur sínar og gróskan og fjölbreytnin er mikil sem fyrr og að þessu sinni sýna 44 aðilar verk sín.
Það er gaman að segja frá því að rúmlega helmingur þátttakenda að þessu sinni hefur ekki tekið í sýningunni áður eða tuttugu og sjö aðilar.
Hægt er að skoða kynningu á öllum þátttakendum á sýningunni á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR en opnunartímar sýningarinnar eru sem hér segir:
- Fimmtudag 3. maí kl. 16 – 19
- Föstudag 4. maí. kl. 10 – 19
- Laugardag 5. maí. kl. 10 – 18
- Sunnudag 6. maí. kl. 10 – 18
- Mánudag 7. maí. Kl. 10 – 19
Við hvetjum alla unnendur handverks til að láta sjá sig í Ráðhúsinu þessa daga þar sem sköpunarkraftur íslenskra hagleiksmanna og kvenna fær að njóta sín.
Hér er smá sýnishorn…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.