Tvíeykið Simmi og Jói
Forsvarsmenn KEA hótela og Hamborgarafabrikkuna héldu kynningarfund núna í hádeginu og kynntu verðandi breytingar sem eru farnar í gang í Húsnæði Hótels Kea.
Á vormánuðum verður opnaður nýr og glæsilegur veitingastaður og “lounge” bar á Hótel Kea Akureyri. Hönnunarferlið er langt komið og í því er leitast við að halda í fágun fortíðarinnar en koma jafnframt nýjum straumum og stefnum að. Þau Helga Lund arkítekt, Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Hallgrímur Friðgeirsson, innanhússarkitekt munu sjá hönnun á breytingum á hótelinu og einnig er Hallgrímur hönnuður Hamborgarafabrikkunnar.
“Það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá Hótel Kea. Við erum að ráðast í miklar breytingar á móttökuhæð hótelsins auk þess sem að Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæðinni” segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri og einn eigenda Kea hótela en það er freisting.is sem greinir frá þessu.
Samhliða breytingum á Hótel Kea opnar Íslenska Hamborgarafabrikkan á jarðhæð hótelsins þar sem áður var Terían (Súlnaberg).
Staðurinn mun taka rúmlega 100 manns í sæti. Stefnt er á opnun mánaðarmótin apríl/maí. Staðurinn verður með sama matseðil og er fyrir sunnan, einnig verður hægt að fá á Akureyri “TeríuSnitzel” sem var frægur réttur sem var í boði á Teríunni áður fyrr.
“Við höfum alltaf borið hlýjar tilfinningar til Akureyrar og hluti af eftirvæntingunni við nýja staðinn er sú staðreynd að maður kemur til með að eyða miklum tíma fyrir norðan og Akureyri er einfaldlega afar skemmtilegur bær,” segir Jóhannes Ásbjörnson einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar.
F.v. Hallgrímur, Friðrika, Jói, Simmi, Hrafnhildur Hótelstjóri og Páll framkvæmdarstjóri Kea hótela
Hallgrímur kynnir breytingarnar sem verða á útisvæðinu fyrir framan Hótelið
Það verður spennandi að sjá breytingarnar á Hótel KEA og eflaust mikið gleðiefni fyrir aðdáendur góðra borgara að fá Hamborgarafabrikkuna norður á Akureyri.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.