ALLT FYRIR KÆRLEIKANN…
Fjögur hundruð og fjörutíu krakkar í Hagaskóla söfnuðu tæpum tveimur milljónum króna á góðgerðardegi í skólanum fyrir skemmstu.
Þau ákváðu að styðja tvö líknarfélög og var Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB annað þeirra en hitt SPES.
Það var dásamlegt stund í hádeginu í dag þegar félögunum voru afhentir styrkirnir.
Hrannar Halldórsson Bachmann félagi í SKB og nemandi í Hagaskóla stillti sér upp með fyrrverandi nemanda skólans Páli Óskari en hann kom krökkunum á óvart, steig á stokk og söng m.a. Allt fyrir ástina, þessum duglegu krökkum til heiðurs!
Falleg stund í Vesturbænum 🙂
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.