Íslenska merkið Gyðja Collection setur á markað í dag sitt fyrsta dömuúr.
Úrið er ekki einungis armbandsúr heldur er það einnig fallegur skartgripur. Sigrún Lilja eigandi og hönnuður Gyðju segir að mikil leynd sé búin að vera við vinnslu og hönnun úrsins undanfarið og að hún sé virkilega spennt að kynna úrið fyrir aðdáendum Gyðju Collection.
Úrið hefur verið í þróun í um það bil ár en Sigrúnu Lilju langaði til að hanna vöru sem væri bæði skartgripur en á sama tíma nytsamlegur hlutur. Að sögn Sigrúnar er úrið í ,,bóhem stíl”, en litirnir í úralínunni eru fimm.
Sigrún Lilja og teymið hennar eru á leið til London á næstunni til þess að taka myndir fyrir úralínuna og verður myndatakan í höndum Kári Sverriss ljósmyndara.
Ólin á úrinu er úr íslensku laxaroði og eru keðjurnar ýmist með 24 karata gyllingarhúð eða silfurblöndu. Úrin fást m.a. í GÞ skartgripum í Bankastrætinu, Mebu Rhodium í Smáralind og Kringlunni og í öllum betri skartgripaverslunum úti á landi þegar nær dregur jólum.
Sigrún Lilja er hæstánægð með útkomuna og segir að allar konur ættu að finna eitthvað sem henti þeim í línunni.
Úrið kemur í verslanir í dag.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig