Ofurtöffararnir Gunnar Nelson og Jón Viðar Arnþórsson úr bardagalistaklúbbnum Mjölni eru nú staddir í Las Vegas borg í Nevada þar sem þeir njóta lífsins lystisemda – svo vægt sé til orða tekið.
Félagarnir knáu eru mættir til Vegas á vegum UFC að æfa með Conor McGregor en sá er hafður í miklum metum hjá risafyrirtækinu UFC sem er hið stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum.
UFC veltir milljörðum ár hvert og fjárfestir í margskonar fyrirtækjum en meðal annars eiga þau nokkur spilavíti og hótel í Las Vegas.
Jón Viðar og Nelson gista nú á Red Rock Casino sem er einmitt í eigu UFC og þar er farið með þá eins og kónga en nóttin á hótelherberginu sem þeir gista í kostar 10.000 dollara eða um eina milljón og tvöhundruð og fimmtíu þúsund!!!!
Um er að ræða 400 fermetra svítu og allt sem þeir borða drekka eða gera er borgað af UFC. Ekki nóg með það. Spaðarnir ætla að vera þarna í 10 daga að æfa með Conor McGregor á milli þess sem þeir skjótast á fjórhjólum um eyðimörkina og leika sér í gleðiborginni miklu.
Við hvetjum þig til að fylgjast með þessum töffurum á Instagram en Jón Viðar hefur sett inn slatta af myndum og við fylgjumst alveg spenntar með nýjum uppfærslum. Það getur greinilega borgað sig að vera góður að slást. Ahemm…
Þvílíkur lúxus! Njótið í BOTN!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.