Það voru stórglæsilegar stúlkur frá 75 löndum sem kepptu um titilinn Miss Supranational 2011 á lokakvöldinu.
Sigurvegarinn var ung og falleg kona frá Póllandi og hreppti hún 25.000 dollara og skrifaði undir samning um að ferðast um heiminn og starfa fyrir góðgerðarsamtök. Þær stúlkur sem lentu í topp 5 sætunum fengu einnig peningaverðlaun og titla.
Þetta er annað árið sem Ísland tekur þátt í þessarri fegurðarsamkeppni en það var hún Aníta Sif Hjartardóttir sem fór fyrir hönd íslands 2010. Peter Hardward, framkvæmdastjóri keppninnar sagðist hafa valið Guðrúnu Dögg til að taka þátt í keppninni eftir að hafa séð hana keppa í Miss World. Hann sagði Guðrúnu Dögg hafa verið til fyrirmyndar í keppninni, alltaf á réttum tíma og mjög vinsæla hjá hinum stúlkunum í keppninni ásamt því að hafa heillað dómarana og gesti í salnum.
Keppnin var hörð og var stúlkunum fækkað úr 75 þáttakendum niður í tuttugu. Guðrún Dögg komst í gegn og voru það því 55 stúlkur sem þurftu að yfirgefa sviðið. Keppninni var sjónvarpað til 40 landa og var einnig símakosning þar sem áhorfendur gátu kosið hvaða stúlkur færu áfram. Guðrún Dögg er sviðsvön, kom fyrst inn á sviðið í baðfötunum og gerði allt vitlaust í salnum.
Keppnin Miss Supranational er bara þriggja ára gömul og strax á öðru ári hefur keppnin verið talin ein af þrem bestu fegurðarsamkeppnum i heimi og er það meðal annars vegna mikils standards sem keppnin vill að keppendur sínir hafi.
Guðrún Dögg lenti í 6-8 sæti sem er hreint út sagt frábær árangur. Henni hefur verið boðin fyrirsætusamningur í Tokyo og að taka þátt í fyrisætukepninni Miss Model of the World. Sú keppni hefur meðal annars komið nokkrum ofurfyrirsætum á kortið.
Það verður spennandi að sjá hvort hún taki þessum tilboðum, hreint út sagt frábær árangur hjá stúlkunni af skaganum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.