Undanfarin misseri hefur Október verið tileinkaður brjóstakrabbameini og hefur Krabbameinsfélag Íslands látið hanna Bleiku Slaufuna fyrir árið 2012 til að veita þessu málefni athygli ásamt því að safna pening til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
Bleika slaufan er einstaklega falleg í ár! Hún hönnuð og smíðuð af SIGN og er til sölu á hinum ýmsu stöðum um allt land ásamt á vef Krabbameinsfélags Íslands en hægt er að kaupa nælu á 1500 kr. hálsmen slegið úr silfri, ásamt nælu í stíl sem er einnig slegin úr silfri.
Um næluna stendur á vef Krabb.is:
Bleika slaufan 2012 er hönnuð og smíðuð af SIGN. Nælan samanstendur af tveimur blómum er sveigjast um hvort annað og eru táknmyndir kvenna. Bakhlið nælunnar sýnir tvo fjögurra blaða smára. Sagan segir að þeir sem finni smárann njóti gæfu.
En það er ekki einungis Krabbameinsfélag Íslands sem leggur stuðning sinn í baráttuna við brjóstakrabbamein.
Göngum Saman hópurinn hefur lagt mikinn kraft í að styðja íslenskt vísindafólk við grunnrannsóknir í tengslum við krabbameinið og voru grasrótarsamtökin stofnuð fyrir fimm árum síðan.
Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar og eru vikulegar göngur félagsins opnar öllum sem hafa áhuga en hægt að fylgjast hvar lagt er af stað á heimasíðu félagsins www.gongumsaman.is eða á fésbókinni
Göngum saman hópurinn hefur meðal annars veitt styrki fyrir verkefnin:
- Leit að nýjum genum sem hafa áhrif á sjúkdómsþróun hjá konum greindum með krabbamein í brjóstum
- Starfræn skilgreining á frumulínum sem bera BRCA2 stökkbreytingar
- Erfðamynstur og sjúkdómshorfur í brjóstakrabbameini tengd sértækri meðferð.
Á morgun þriðjudag kl: 20:10 mun svo RÚV sýna heimildarmyndina Göngum saman – Brjóstanna vegna en myndin fjallar um samtökin og þar má m.a. sjá viðtöl við íslenskt vísindafólk, meðal annars um grunnrannsóknir brjóstakrabbameins og eðli meinsins.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.