Gyðja Collection frumsýndi um helgina íslenska fylgihlutalínu undir nafninu Meyja by Gyðja. Línan var framleidd sérstaklega fyrir verslanir Hagkaups og verður eingöngu til sölu í takmörkuðu upplagi.
Yfirhönnuður línunnar er Sigrún Lilja Guðjónsdóttir en fyrirtæki hennar Gyðja sá alfarið um hönnun og framleiðslu línunnar sem er handunnin.
Sérstök áhersla var löggð á að línan væri á mjög viðráðanlegu verði og fór hún í valdar verslanir Hagkaupa fyrir helgina. Línan var svo formlega kynnt til leiks á laugardaginn með glæsilegri tískusýningu sem haldin var fyrir utan Hagkaup í Kringlunni. En það voru fegurðardrottningar fyrri tíma sem frumsýna línuna við mikin fögnuð viðstaddra. Það voru þær Íris Björk Jóhannesdóttir, Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, Jóhanna Vala Jónsdóttir og Svanhildur Björk Hermannsdóttir.
Það hefur verið mikil eftirvænting eftir línunni en hún verður eingöngu seld í takmörkuðu upplagi og þarf því að hafa hraðar hendur til að næla sér í skópar eða tösku úr þessari glænýju íslensku hönnunarlínu. Línan hefur fengið nafnið Meyja sem samanstendur af skóm, stígvélum, töskum og beltum.
Ýmis samhliða dæmi eru þekkt erlendis en til dæmis í Bandaríkjunum hefur verslunarkeðjan Target fengið til liðs við sig þekkta hönnuðinn Jean Paul Gaultier og ekki má gleyma að H&M hafa löngum fengið til liðs við sig þekkta hönnuði t.d. Stella Mccartney og Jimmy Choo til að hanna línur undir sínu nafnisem eru innblástnar af hátísku en á góðum kjörum eins og vænta má frá þeirra verslunarkeðjum.
Þessi nýja lína er því ný og spennandi leið fyrir Hagkaup til að bjóða fram það nýjasta sem er að gerast í fylgihlutum í tískuheiminum fyrir nútíma konur á mjög viðráðanlegu verði.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.