Það borgar sig ekki að hringja oft í undirmenn sína ef marka má nýjustu fréttir af Brian Dunn, fyrrum forstjóra bandaríska fyrirtækisins Best Buy.
Brian, sem er fimmtugur, hringdi 224 sinnum og sendi 42 myndskeið og myndir á 29 ára gamla konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þetta uppátæki mannsins leiddi til innbyrðis rannsóknar fyrirtækisins á málinu.
Samband Brians við undirkonuna var talið í hæsta máta óviðeigandi og olli miklu uppnámi hjá stjórnendum fyrirtækisins. Meðal annars var stofnandi þess, Richard Schulze, gagnrýndur fyrir að hafa ekki gert neitt í málinu þegar það kom fyrst upp á yfirborðið í desember í fyrra. Í kjölfarið lét hann af stjórnarformennsku.
Brian sjálfur sagði starfi sínu lausu í síðasta mánuði og kvað ástæðurnar vera viðskiptalegs eðlis. Engu að síður fór af stað rannsókn, sama dag, sem átti að leiða í ljós hvort hann hefði misnotað fé fyrirtækisins í tengslum við samband sitt við konuna. Rannsóknin leiddi í ljós að svo var ekki. Bæði halda því fram að samband þeirra sé einungis mjög náin vinskapur. Brian hafði unnið fyrir Best Buy í 28 ár.
Best Buy er meðal þeirra fyrirtækja sem hafa átt undir högg að sækja í samkeppni við netverslanir og þurfa á öllu sínu að halda til að verð á hlutabréfum falli ekki frekar. Það fylgir reyndar ekki sögunni hvort Brian hafi verið giftur meðan sms sendingarnar áttu sér stað en ætli við verðum ekki að gefa okkur það…
Það er Breska blaðið Telegraph sem segir frá þessu í dag.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.