Danir tóku upp á því um helgina að samþykkja svokallaðan fituskatt á mat sem inniheldur fitu.
Þetta þýðir að allur matur sem inniheldur hátt hlutfall af fitu, eins og t.d. smjör og hamborgarar, munu hækka mjög í verði eða um 330 krónur á hvert kíló af fitu í mat. Það var mikill meirihluti danskra þingmanna sem samþykktu þetta í þeirri von að auka lífslíkur dana.
Áður hefur verið lagður skattur á nammi og gos í Danmörku og nokkrum öðrum Evrópuríkjum en Danir eru fyrstir til að skella skatti á fituna sérstaklega.
Hvað finnst þér…
[poll id=”30″]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.