Fyrirtækið Pink Iceland fékk í gær nýsköpunarverðlaun Samtaka Ferðaþjónustunnar en fyrirtækið býður upp á ferðir fyrir þá sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transgender.
Verðlaunin fékk fyrirtækið fyrir að skipuleggja ferðir fyrir vel skilgreindan hóp og nýta áður óþekktar auðlindir íslenskrar ferðaþjónustu.
Afhendingin fór fram á Grand Hótel við hátíðlega athöfn í gær en Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði áherslu á það í ræðu sinni að nýsköpun væri nauðsynleg fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Í viðtali við Viðskiptablaðið talaði hann meðal annars um að ef burðarásum ferðaþjónustu á Íslandi í dag hefði verið lýst fyrir landanum fyrir 30 árum, eða í kringum 1980, þá hefðu nú fæstir trúað því. Ætli það sé ekki rétt hjá honum: “Hvalaskoðun og hommaferðir!” hefði amman hrópað 🙂
Ólafur sagði einnig að ferðaþjónustan snérist ekki eingöngu um fallega landið okkar heldur líka um fólkið og samkipti þess. Hann sagði þessi verðlaun væru merki um þá þróun.
HÉR er heimasíða Pink Iceland. Snilldar framtak. Til hamingju gott fólk!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.