Upplýsingar á Facebook eru tíundaðar sem ástæða ótal margra sambandsslita og skilnaða í dag.
Í raun er þetta komið svo langt að þriðjungur allra skilnaðarpappíra sem voru stimplaðir árið 2011 í Bretlandi innihéldu orðið Facebook á einni eða fleiri síðum ef svo má að orði komast.
Þetta kemur fram hjá Divorce-Online en meðal þess sem fólk taldi fram sem ástæður voru óviðeigandi skilaboð til einstaklinga af hinu kyninu, rifrildi við fyrrverandi þar sem fólk var að hella sér yfir hvort annað og statusar eða myndir sem sýndu fram á að makinn hafði verið að gera eitthvað allt annað en reiknað var með.
Allar þessar upplýsingar sem við látum á netið geta skapað allskonar vandamál í samböndum á ýmsum levelum. Vandamálin eru til dæmis afbrýðissemi, hlutirnir virðast vera öðruvísi en þeir voru í raun og veru, sumir eignast stalkera, gamlir kærastar eða kærustur dúkka upp og byrja að “læka og kommenta” eða óútskýrðir aðdáendur, sumt getur verið vandræðalegt, makinn setur status um eitthvað sem þú vilt ekki að aðrir viti og svo framvegis.
Listinn getur verið langur og til að forðast vandann er réttast að pör setji sér fljótlega ‘vinnureglur’ eða ‘protocol’ um Facebook hegðun sem bæði geta verið sátt við.
Svo er alltaf spurning hvort gamlir kærastar eigi mikið erindi á vinalistann? – Tinna Eik komst að niðurstöðu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.