Síðustu ár hefur það færst mjög í aukana að fólk reyni að forðast svokölluð paraben efni í snyrtivörum og æ fleiri framleiðendur hafa sett á markað vörur sem eru án parabena.
Þar á meðal stórir snyrtivörurisar eins og Beiersdorf sem framleiðir m.a. Nivea, Dior og önnur stór nöfn.
Nú stendur það til hjá Evrópusambandinu að banna fimm stærstu sameindir parabenefna, þ.e. rotvarnarefna, í snyrtivörum. Eftir að hafa fengið ákveðinn tímaramma hafa framleiðendur snyrtivara ekki afhent Evrópusambandinu gögn sem sýna fram á að þessar tegundir parabena séu öruggar til notkunar. Þar sem þær geta mögulega haft neikvæð áhrif á hormónastarfsemi líkamans verða þær alfarið bannaðar í nánustu framtíð. Þetta kemur fram á Vísi.is. Þar segir einnig:
“Evrópsk reglugerð um snyrtivörur tók gildi hér á landi í júlí síðastliðnum. Banninu mun þess vegna verða fylgt eftir hér á landi þegar reglugerðin verður uppfærð. Í fréttatilkynningu til danskra fjölmiðla fagnar umhverfisráðherra Danmerkur, Ida Auken, banninu;
Hún segir það góð tíðindi að þessi efni verði bönnuð þannig að ekki verði lengur hægt að nota þau við framleiðslu snyrtivara eins og krems, sjampós og farða. Umhverfisráðherrann lýsir yfir sérstakri ánægju með að bannið eigi að ná til allra tegunda snyrtivara þannig að það verndi allan almenning og þá ekki síst börn og barnshafandi konur.”
Það er gaman að segja frá því að flestar snyrtivörur sem eru framleiddar hér á landi innihalda ekki paraben en þar má m.a. nefna vísindalega rannsakaðar vörur á borð við Una Skincare vörurnar, andlits -og líkamslínur Blue Lagoon og vörurnar frá Sif Cosmetis.
Einnig Sóley, Vor, Villimey og aðrar náttúruvörur sem eru framleiddar úr jurtum sem margar eru týndar hérlendis. Það er því gaman fyrir íslenskar konur að geta stólað svona vel á innlenda framleiðslu en kremin eru engin eftirbátur erlendu merkjanna. Það getum við Pjattrófur staðfest.
Eini ókosturinn við skort á parabenum eða rotvarnarefnum er að vörurnar gætu enst aðeins skemur. Það kemur þó ekki mikið að sök í loftslaginu sem við búum í því hér er yfirleitt alltaf frekar svalt og því lítil hætta á að varan skemmist fljótt. Miklu skiptir að passa sig að umbúðum sé alltaf vel lokað og að súrefni komist ekki að vörunni en þannig myndast fyrr oxun og áhrif hennar dvína.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.