Jamie Lynne Grumet (26) varð ákaflega umtöluð meðal kvenna í BNA fyrir það eitt að birtast á forsíðu Time með son sinn á brjósti.
Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að sonurinn var þriggja ára, hann stóð uppi á stól meðan hún setti hönd á mjöðm og fyrirsögnin á blaðinu var: “Ert þú nægilega mikil mamma?”
Jamie segist ekki sjá eftir neinu en hún lítur svo á að blaðamaðurinn hafi vissulega platað hana með því hvernig fyrirsögn hann valdi á forsíðuna en sú er mjög ögrandi þegar henni er stillt upp með myndinni.
Viðtalið fjallaði hinsvegar m.a um nánd foreldra og barna og brjóstagjöf en brjóstagjöf er ekki jafn algeng í Bandaríkjunum og í Evrópu og er víða álitin vandamál, það er að segja, konum er alls ekki frjálst að gefa brjóst þar sem þær kjósa það enda upplifun margra Ameríkana af nekt öll önnur en í flestum Evrópulöndum og þá sérstaklega þeim sem tilheyra norður-Evrópu.
Greinin í TIME birtist á síðasta ári en Aram sonur hennar er núna orðin fjögurra ára og er ekki lengur á brjósti.
Jamie Lynn nýtir tíma sinn hinsvegar aðallega í að kenna sonum sínum tveimur heima (þeir sækja ekki skóla) og við góðgjörðarmál sem tengjast konum í Eþíópíu en þú getur lesið meira um sögu hennar hér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.