VB greindi frá því í dag að enginn hafi enn viljað festa kaup á lúxusíbúð sem eitt sinn var í eigu þeirra Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálma.
En þegar Bíbí fór á stjá kom í ljós að slotið væri reyndar selt, eftir að hafa verið á sölu í um 35o daga.
Íbúðin er á besta stað á Manhattan eyju, telur um 700 fermetra og er að mati fasteignasala með dýrari eignum í New York borg.
Jón Ásgeir keypti upphaflega íbúð á 16. hæð í eftirsóttu húsnæðinu og seinna þakíbúð í sama húsi sem hann svo sameinaði. Heildarverðið samkvæmt þessu nemur þremur milljörðum íslenskra króna en slíkt verð hafði áður sést á þessu svæði þó að kjúklingasamlokan standi í okkur hér heima að heyra svona upphæðir. Þetta var þó ekkert smá húsnæði þegar best lét, 700 fermetrar með 70 fermetra svölum á 16. hæð og tveimur svölum á 18. hæð.
Á sínum tíma var húsnæðið keypt fyrir lán frá Gamla Landsbankanum en Jón Ásgeir segir Ingibjörgu hafa skilað tveimur íbúðum til Landsbankans eftir samkomulag við Landsbankann.
Samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn Landsbankans er fasteignasala í New York með íbúðina í sölumeðferð. Um sé að ræða dýra eign sem megi búast við að taki tíma að selja.
… en þegar Bíbí fór í netgrúsk kom þetta upp sem sýnir að íbúðin hafi verið seld fyrir 21 klukkustund. Viti menn?
Hvað um það… hér má sjá nokkrar svipmyndir úr sama húsnæði: 50 Gramercy Park New York þar sem einnig er rekið hótel og mega þau sem kaupa íbúðina búast við fullri þjónustu frá þessu elegant fimm stjörnu hóteli, fyrir utan allann lúxusinn.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=v22C-YQJBO8[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.