Elínrós Líndal hefur verið valin Embla ársins en Emblur er félagsskapur kvenna sem hafa útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Á ársfögnuði Emblna var Elínrós valin Embla ársins þar sem hún hefur þótt skara fram úr með þrautseigju og dugnaði við að koma upp fyrirtækinu.
Við valið var litið til þess að Elínrós er kraftmikill stjórnandi og frumkvöðull á Íslandi. Hún er sú fyrsta hér á landi sem tengir hönnun við “slow fashion” og hefur búið til vörumerki sem hefur náð athygli kvenna á Íslandi og víðar. Hún er einbeitt í því að skapa nýjungar sem eiga erindi til kvenna út um allan heim með vörum sem eru sígildar og vel hannaðar úr gæðahráefnum.
“Elínrós hefur skarpa framtíðarsýn og góða þekkingu á þörfum viðskiptavina sinna. Einnig hefur hún góðan skilning á sinni atvinnugrein og samkeppnisaðilum. Við valið var horft til þess að fyrirtækið hefur samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi, meðal annars með vali á hráefnum, vinnuaðferðum og stuðningi við UN Women,” segir í fréttatilkynningu frá Emblu.
Við óskum Elínrósu til hamingju með þennan skemmtilega titil sem hún er vel að komin. Hér má skoða heimasíðu ELLU.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.