Fimmtudagskvöldið, þann 23. ágúst, verður Dömukvöldið Laugardísir haldið að Reykjum á Reykjarströnd í Skagafirði í fyrsta sinn.
Dagskráin býður upp á notarlegheit fyrir konur í Grettis-og Jarlslaugum. Ásta Búadóttir mun matreiða gómsæta rétti sem verða bornir fram á bökkum lauganna, Sigvaldi Gunnarsson mun spila ljúfa tóna í upphafi kvöldsins, Íris Baldvinsdóttir húmoristi með meiru mun mæta með gítarinn og kitlar hláturtaugar dísa. Síðan er bara að slaka á og njóta þess að vera í góðum hópi kvenna.
Sjóbúðin verður opin þetta kvöld með vörur frá Hosiló sem selur kjóla með karakter og þar ætti hver dama að finna eitthvað við sitt hæfi.
DAGSKRÁIN 23. ÁGÚST 2012
Dömukvöldið Laugardísir – Að Reykjum á Reykjarströnd.
20:00 – 20:30 Fordrykkur og Sigvaldi Gunnarsson spilar ljúfa tóna
20:30 – 20:50 Rölt um svæðið- Sjóbúðin/Hosiló skoðuð
21 21:00 Farið ofan í Grettis-og Jarlslaugar
21:15 Gómsætir réttir að hætti Ástu Búadóttur bornir fram á bökkum lauganna
:20 – 22:20 Íris Baldvinsdóttir húmoristi kitlar hláturtaugar dísa
22:20 Slaka á og njóta
Aðgangseyrir 2000 krónur. Viðburðurinn er opinn fyrir allar konur 18 ára og eldri. Dömukvöldið hefst klukkan 20:00 Reykir á Reykjarströnd er 16km frá Sauðárkróki og eru gestir eru hvattir til þess að mæta stundvíslega.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.