Þetta hljómar svolítið skemmtilega ekki satt?
Reyndar mun veitingastaðurinn aðeins vera opin um næstu helgi eða frá fimmtudegi til sunnudags því um er að ræða svokallaðan Pop Up veitingastað sem fyrirsætan og dóttir Isabellu Rosselini, Elettra Widerman, kallar GOODNESS.
Hugmyndin er fólgin í því að Elettra ‘tekur yfir’ veitingastaðinn SATT og fær starfsfólk þar til að töfra fram hollusturétti úr íslensku hráefni en eftir hennar höfði. Boðið verður upp á nýjan matseðil daglega; fjölda rétta sem allir byggja á hollu, ljúffengu íslensku hráefni.
Telja má líklegt að Elettra viti um hvað þetta snýst því stúlkan ætti að vera góðu vön, komin af slíkum konum.
Matur fyrir módel… og hina líka
GOODNESS „poppaði fyrst upp“ á tískuviku í New York í september 2011 og varð umsvifalaust uppáhaldsstaður þeirra sem þar voru við sín störf enda ekki alltaf auðvelt að vera á ‘fleygiferð’ og ná að nærast vel í leiðinni.
Þá gengur þetta út á að grípa það sem hendi er næst en því miður er ‘það sem hendi er næst’ ekki alltaf það hollasta. Sjálf segist Elettra þekkja það allt of vel að verða að leita logandi ljósi að einhverju aðeins hollara fæði en samloku í hádeginu.
Hún stefnir á að opna GOODNESS staði í hvert sinn sem tískuvika fer fram í New York en ætlar með tímanum að fara einnig til Parísar, London og Milano.
Hér segir Elletra betur frá hugmyndinni:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=B7aVXYe6ep8[/youtube]En hversvegna Ísland?
Hvað veldur því að svo stórt nafn í tískuheiminum ákveður að koma til litla Íslands með veitingastaðinn sinn eftir að hafa verið á tískuvikum í New York? Jú, hún er aðdáandi. Hún kom hingað í fyrra og varð algjörlega yfir sig hrifin af orkunni og náttúru landsins.
Í viðtali við bandarísku útgáfuna af Vogue í september 2011 lýsti hún þeim endurnærandi áhrifum sem íslensk náttúra hefði haft á hana.
„Ég hef aldrei á ævinni verið eins afslöppuð“ sagði hún og bætti því við að kraftur náttúrunnar okkar hefði gefið henni hvatningu og orku til að hrinda GOODNESS draumnum í framkvæmd.
HÉR má svo sjá fréttaviðtal við þessa flottu konu í morgunsjónvarpi FOX stöðvarinnar.
Þú getur bókað borð á GOODNESS bæði í hádeginu og á kvöldin dagana 22.-25. mars frá klukkan 11:30-14 og kvöldverðurinn er frá klukkan 18-22.
GOODNESS er staðsettur í húsakynnum SATT á Reykjavík Natura og réttast er að bóka borð sem fyrst.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.