H&M fatarisinn stærir sig af því að fagna öllum stærðum og gerðum af fólki en það sama á ekki við um hina ‘heltönuðu’ Donatellu Versace.
Mikil eftirvænting hefur skapast eftir fatalínu Versace fyrir HM og mikið verið fjallað um hana í blöðum en The New York Daily News fengu hinsvegar ekki að nota “venjulegar konur” við myndatöku fyrir blaðið þar sem til stóð að nota nýju línuna frá Versace. PR fulltrúi tískuhússins sagði Donatellu ekki samþykkja fyrirsæturnar og neitaði að lána föt. Fyrirsæturnar þóttu ekki samræmast markaðsstefnu Versace.
“Engin þessara kvenna var af stærri gerðinni,” sagði blaðamaður frá NYDN í viðtali við breskan blaðamann. “Þetta voru nýútskrifaðir háskólanemar sem allar búa og starfa í New York. Allar í stærðum á bilinu núll til sex.”
Tískuritstjóri Daily News, Liz Jones, lét hafa eftir sér að Donatella gæti líklegast ekki sýnt fötin þar sem þau væru illa sniðin, úr lélegum efnum og ekki með neinum bryddingum eða saumum sem fegra vöxtinn.
“Það þarf hæfileikaríkari hönnuði til að klæða konur sem hafa á sér einhverja raunverulega lögun,” sagði Liz. “Eðlilega urðu mikil vonbrigði með ákvörðun Donatellu sem virðist sýna að kvenhönnuðir eru engu betri en karlarnir þegar kemur að því að sýna fötin þeirra. Hönnuðir virðast vilja háar, ungar og mjóar konur og ekkert annað. Þetta er synd. Mig langaði svo að sýna línuna á venjulegum konum.”
Meira um línuna frá Versace HÉR og HÉR…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.