Það hefur verið mikið að gera á Suðurlandsbrautinni síðustu vikurnar en þangað hafa helstu selebbar landsins brunað til að smakka á bestu samlokum borgarinnar.
Á Suðurlandsbraut 4 hefur opnað nýr veitingastaður, LEMON, en þar bjóða þeir Jón Gunnar Geirdal & Jón Arnar Guðbrandsson upp á dýrindis grillaðar samlokur og allskonar djúsí safa. Fyrirmyndin að staðnum er að einhverju leiti hinn ofurvinsæli Joe and the Jucie & Pret A Manger en þarna geta sælkerar á hlaupum náð sér í hollan og góðan mat á flottu verði.
Kíktu á myndasafnið og prófaðu svo að smakka samlokurnar en meira um staðinn má lesa hér á Facebook síðu Lemon…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.