Ef þú ert að fara að gifta þig í sumar, og ef þér er boðið í brúðkaup í sumar, þá skaltu drífa þig í Smáralind um helgina því frá morgundeginum og fram á sunnudag verður þar allt á kafi í ást og rómantík.
BRÚÐKAUPSDAGAR
Á brúðkaupsdögum getur þú kynnt þér allt sem tengist þessu dásamlega fyrirbæri og fengið fjölbreytta fría ráðgjöf. Smakkað á veitingum, hlustað á ljúfa tónlist og horft á Brúðkaupssöngleik svo fátt eitt sé nefnt…
BRÚÐARKJÓLAR ❤ Hægt verður að virða fyrir sér margar gerðir brúðarkjóla frá Brúðarkjólaleigu Katrínar.
DRYKKJARFÖNG ❤ Ráðleggingar um val á víni fyrir veisluna.
BRÚÐARFÖRÐUN ❤ Ráðleggingar um brúðarförðun hjá Make Up Store.
PARADEKUR ❤ Hreyfing og Blue Lagoon SPA kynna dekur fyrir brúði og brúðguma.
BRÚÐARMYNDIR ❤ Glæsileg brúðarmyndasýning frá Krissy Ljósmyndastúdíó.
AÐHALDSFATNAÐUR ❤ Oroblu verður á staðnum með ráðleggingar fyrir réttan aðhaldsfatnað og sokkabuxur.
BRÚÐARBÍLAR ❤ Brúðarbílar verða til sýnis, skreyttir í bak og fyrir með fallegum blómum og borðum.
UNDIRFÖT ❤ Verslunin Lindex verður með glæsilega aðstöðu á göngugötunni þar sem nærföt og undirföt verða höfð til sýnis en Lindex var upprunalega undirfataverslun, stofnuð 1954 og hélst þannig þar til sjöundi áratugurinn rann upp (en þá bættist dömufatnaðurinn við).
GIFTINGARHRINGAR ❤ Jón og Óskar verða með kynningu á giftingahringum og það sama á við um Carat sem sýna fjölbreytt úrval “morgungjafa”.
BRÚÐARVENDIR ❤ Það verða uppdekkuð borð sem sýna fallegar skreytingar frá Líf og List og Duka en Bjarkarblóm aðstoða við blómaskreytingar bæði á borðum, brúðarvöndum og bílunum og þær sem panta vendi núna fá 15% afslátt þessa helgi.
UNDIRFATNAÐUR ❤ Debenhams verður með glæsilega sýningu á undirfatnaði og svo verður sumarfatnaði stillt sérstaklega fram svo að gestirnir geti líka valið sér flotta kjóla fyrir brúðkaupið og allar garð -og grillveislurnar sem eru framundan.
SKEMMTIATRIÐI
Bæði laugardag -og sunnudag verða þær Kristín Birna, Guðrún Árný og Ína Valgerður með söngatriði og trúbadorarnir Gísli og Baddi úr ballsveitinni Púkó munu leika létta tóna yfir daginn en punkturinn yfir i-ið er brúðkaupssöngleikurinn kannski sem verður settur upp á miðri göngugötunni sem Bjartmar Þórðarsson dansari, leikari og leikstjóri setur upp. Þetta byrjar klukkan þrjú á laugardag og um að gera að hvetja alla til að sjá. Í boði verður einnig ljúfi sumardrykkurinn Somersby og heildsalan Mekka býður þér að smakka fleiri ljúffenga drykki.
HAPPADRÆTTI
Að lokum er vert að minnast á glæsilegt Brúðkaups Happadrætti en öll brúðhjón sem ætla að gifta sig í sumar eiga möguleika, leggi þau inn nöfn, dagsetningu og kirkju. Verðlaunin eru ekki af verri endanum allt frá myndatöku, dekri, skarti, undirfatnaði yfir í brúðarvönd, vín og margt fleira. Alls 15 pör verða dregin út svo það er um að gera að láta á gæfuna reyna á morgun meðan stóri dagurinn er undirbúinn.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.