Samfélagsrýnirinn og fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason birti í dag skemmtilegan ‘status’ um bróður sinn Ingvar en sá er hluti af dúóinu Ostwald Helgason sem er að gera góða hluti í tískubransanum.
Talað er um vorlínu þeirra 2013 í Vogue Daily en þar segir Ingvar m.a. frá því hvernig þau sóttu innblástur fyrir vorlínuna, ekki aðeins í verk Matisse, en einnig til Francis Laskar Brody, konu sem styrkti m.a. Matisse á sínum tíma.
Sú þótti þeim bæði hugrökk og smart en á mynd af dömunni úr Vogue síðan 1967 má sjá hana í skemmtilegum röndóttum kjól standandi fyrir framan veggmynd Matisse sem einnig varð þeim innblástur að hönnun.
Látið er vel af hönnun Ostwald Helgason í greininni en svo virðist sem blaðamenn Vogue hafi sjálf haft uppi á myndinni og lagt saman tvo og tvo og haft svo samband við hönnuðina fyrir stutt viðtal.
Gaman að þessu!
___________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.