Þessi snjalla uppfinning er afrakstur könnunar sem tveir háskólanemar við Washington háskóla gerðu á meðal kvenkyns samnemenda sinna.
200 ungar konur tóku þátt og niðurstaðan var sú að 95% aðspurðra sögðust eiga í vandræðum með að geyma hlutina sína þegar farið væri á dansstað eða bari. 73% höfðu týnt hlutunum sínum sem afleiðingu þess að vera ekki með almenninlega vasa og 88% sýndu því áhuga að geta geymt hlutina sína þannig að lítið sem ekkert færi fyrir þeim.
Niðurstaðan er JoeyBra!
Flottur brjóstahaldari með vasa á hliðinni. Vasa sem getur geymt mp3 spilarann þinn, kreditkortið og jafnvel snjallsímann.
En er þetta ekki óþægilegt? kunna margir að spyrja. Látum hönnuðinn svara:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=OwbSPybiVhI[/youtube]
JoeyBra kemur í flestum stærðum en þessi fíni brjóstahaldari fer formlega á markað innan tíðar eða um leið og hönnuðurnir hafa safnað sér nægilega miklu til að koma honum í fjöldaframleiðslu. Þú getur hjálpað til með því að smella hér.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.