Í viðtali við Jón Gnarr í síðasta Fréttatíma segist hann hafa áhuga á því að gera borgina hundavænni enda borgi hundaeigendur hærri gjöld en aðrir en fá samt ekki betri þjónustu fyrir hunda.
Sjálfur á borgarstjórinn hundinn Tobba sem er af tegundinni Border Terrier.
Reykjavík er í sjálfu sér mjög óhundavæn borg og verri en flestar þegar að þessu kemur. Á margan hátt eymir hér enn á gömlum skoðunum í garð hunda en mörgum fannst að hundar ættu bara heima út í sveit hér áður fyrr. Borgin væri ekki staður fyrir hunda.
Flestar aðrar þjóðir líta þetta öðrum augum. Sem dæmi má nefna að víðast hvar í Svíþjóð má fara með hunda inn í verslanamiðstöðvar, niður allar helstu götur og smáhundar eru yfirleitt allstaðar velkomnir svona svo lengi sem þeir eru til friðs. Til dæmis á kaffihús og útiveitingastaði. Borgarhundar þykja góðir öryggisverðir og góðir félagar.
Í flestum löndum er oftast að finna stór svæði þar sem hundar mega vera lausir, en í Helsikni er að finna um slíka 80 hundagarða að sögn blaðamanns Fréttatímans. Í Reykjavík höfum við Geirsnef og Geldninganes en þau svæði eru samt langt frá því að vera eins og best verður á kosið.
Það væri gaman að heyra þína skoðun. Finnst þér að hundaeigendur mættu fá meira fyrir framlög sín og …
[poll id=”29″]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.