“Að velja góð hráefni má líkja við að hugsa aðeins um það hvern maður ætlar að kyssa, þú býður ekki hverjum sem er upp í munninn á þér,”
…segir danski rithöfundurinn Umahro Cadogan en frá honum er væntanleg bókin Slip Slikket… eða Slepptu Sælgætinu á vegum dönsku útgáfunnar Pretty Ink.
Hann segist vera týpan sem hugsar um mat allan sólarhringinn, segist vakna á nóttunni við eigið svefnmuldur: Skyr, sítrónugras, agúrka!
Umahro leggur alla sína starfsorku í að stúdera mat, innihaldsefni og áhrif.
Hann hefur þegar skrifað nokkrar bækur um næringarfræði og heilsu og leggur mikla áherslu á að við látum “matvörur” á borð við Mars, Snickers, flögur og annað álíka alfarið eiga sig.
Hann útskýrir jafnframt hversvegna við erum svona ólm í tómar hitaeiningar sem gera okkur meira slæmt en gott.
Bókin Slip Slikket er reyndar ekki aðeins skrifuð af Umahro heldur kemur kærastan hans Lone Rasmussen að henni líka. Hún skrifar að mestu um tilfinningarnar sem tengjast mat og hvernig við upplifum okkur sjálf í gegnum það sem við erum að borða.
Hún líkir sambandi okkar við mat jafnframt við ástarsamband en auðvitað eigum við að reyna að vera skynsöm í ástum og láta ekki hvaða tilfinningu sem er eftir okkur um leið og okkur langar í “eitthvað”.
Lone bendir á að það sé betra að elska líkamann í stað þess að láta alltaf undan þegar hann langar í sætindi.
Parið sjálft kynntist yfir hlaðborði þar sem hún var að velja á diskinn sinn og Umahro spurði hana hvort hún hefði einhverntíma hugsað út í hvernig maður á samskipti við eigin líkama um leið og maður borðar:
“Annað hvort ertu að segja ‘Fokk jú, auminginn þinn’ eða ‘Ég elska þig’ við sjálfa þig.”
Þetta vakti Lone til mikillar umhugsunar, hún hugsaði um þessi orð og manninn sem sagði þetta í góðan tíma á eftir.
Fann hann svo á Facebook, þau töluðu um mat fram og til baka, hittust og hafa svo verið par í þrjú ár í dag. Allt þeirra tal um mat og heilsu og sambandið okkar við líkamann er orðið að bók, hún heitir »Slip slikket« á dönsku og kostar í kringum 5000 kr íslenskar.
Og ef þú vilt elska líkamann þinn þá er HÉRNA ÆÐISLEG UPPSKRIFT frá Guðnýju Sigmunds að ís sem þú getur gert á undir einni mínútu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.