Breska söngkonan Bonnie Tyler flytur framlag Bretlands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Malmö í vor en lagið sem hún flytur heitir Believe in Me.
Bonnie Tyler var stórstirni á 80’s árunum þegar hún átti t.d. lögin Holdin out for a hero, Total Eclipse of the Heart og It’s a Heartache svo eitthvað sé nefnt.
Hún er hæstánægð með að fara í keppnina en það má búast við að hún fái eitthvað fleiri stig en Egilbert Humperdink sem keppti fyrir bretlandshönd í fyrra enda talsvert meira “gay icon” en Engilbert gamli.
Hér má sjá myndband og hlusta á lagið en að okkar mati er sú gamla alveg með’etta ennþá.
Lagið er í einskonar kántrí fílíng –power ballaða svokölluð, og stíliseringin, umhverfið og þurrísinn framkalla þessa gömlu góðu Bonnie Tyler stemmingu með glæsibrag.
[youtube]http://http://youtu.be/cqXk_FRw62Q[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.