Dagana 10. 11. og 12. nóvember, eða á morgun, föstudag og laugardag, mun Yesmine Olsson mæta í Hörpu og breyta Norðurljósasalnum í ævintýraheim Indverskra Bollywood mynda.
Og Yesmine mun ekki bara fylla salinn af söng, dansi og gleði heldur munu matreiðslumenn hússins galdra fram margrétta Indverska veislu upp úr matreiðslubókum hennar sem orðnar eru þrjár talsins.
Nú hefur sýningin verið uppfærð og má segja að mætist á sviðinu Hollywood og Bollywood!
Um fimmtán manns taka þátt í sýningunni, allt fólk með fjölbreytta reynslu að baki, þar af tólf dansarar. Meðal annars samkvæmisdansarar, klassískir dansarar og aðrir. Svo eru aðrir þekktir einstaklingar sem taka þátt, meðal annars einkaþjálfarinn og athafnamaðurinn Arnar Grant sem Yesmine segir eiga stjörnuleik í sýningunnni: “Unnur Elísabet verður líka með, rosalega flottur dansari sem var áður í Íslenska Dansflokknum. Það er fullt af af mismundandi dönsurum í sýningunni sem hafa allskonar ólíka bakgrunna. Svo er Björgvin Frans búinn að semja fyndna texta sem verður varpað upp á skjá, svona eins og maður sér í Bollywood myndunum.”
Semur þú showið sjálf? “Að hluta til já en sumt er tekið beint upp úr Bollywood myndum sem hef lengi haft rosalega gaman af. Ég hef verið að fíla Bollywood tónlistina og húmorinn í mörg ár en sumt af þessu gríni fellur kannski ekki alveg að smekk íslendinga. Þessvegna valdi ég saman bestu atriðin úr myndunum og samdi svo eitthvað sjálf. Þetta er svona mix.”
Og maturinn? “Ég setti matseðilinn saman úr því sem ég hef gefið út í matreiðslubókum og svo verður þarna sitthvað sem ég mun elda í nýjum matreiðsluþáttum á RÚV í janúar. Það eru hinsvegar kokkarnir í Hörpu sem sjá um að töfra fram matinn fyrir kvöldið samkvæmt mínum fyrirmælum.”
Freistandi!
Miðar á sýninguna fást í Hörpu og á Miði.is
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.