Blaðakona Bandaríska tímaritsins Cosmopolitan á netinu fór afar fögrum orðum um íslenska nuddarann Óskar í nýlegri grein um heimsókn sína í Bláa Lónið.
Hún var jafnframt yfir sig hrifin af Bláa Lóninu og dásemdar dekrinu sem hún fékk ofan í vatninu.
I got an underwater massage. By an enormous—and very good-looking—Icelandic man named Oskar. Outside. While it was snowing.
Blaðakonan valdi að fara í saltskrúbb nudd sem tók 45 mínútur og var sátt við upplifunina. Hún lýsir meðferðinni sem svo að húðin sé fægð með einstakri blöndu af steinefnum úr Bláa lóninu, kísil og olíu til að fjarlægja dauðar húðfrumur og örva blóðrásina og að útkoman verði tær og falleg húð með ‘glowing’ áferð. Meðferðinni sé svo lokið með djúpslökunarnuddi.
Á skemmtilegan hátt lýsir hún því hvernig Óskar þessi hafi tekið tæpan klukkutíma í dásamlegt nuddið og þegar hann hafi ætlað að byrja á fótleggnum hafi tekið að snjóa. Það var þá sem hún áttaði sig á því að hvergi annarsstaðar í heiminum væri hægt að komast í sambærilega meðferð nema með því að fá Óskar heim með sér, byggja lón á þakinu og fá hann til að nudda sig í vetur:
And that’s when I realized no other spa treatment would ever compare. Unless I could convince Oskar to fly home with me, build a man-made lagoon on my roof, and give me massages this winter.
Svo lýsir hún því hvernig hún var færð yfir á aðra dýnu og látin marra í hlýju vatninu meðan umræddur Óskar fór um hana svo fimum höndum að hún var að því komin að semja pistil fyrir erótíska dálkinn í Cosmopolitan.
Hún segir meðferðina hafa verið hverrar krónu virði og að tíu dögum síðar sé húðin enn silkimjúk og vöðvarnir slakir eins og á nautasteik. Eini vandinn sé sá að kærastinn hennar sé þreyttur á að hlusta á hana tala um þennan ágæta starfsmann Bláa Lónsins.
Smelltu HÉR til að lesa þessa skemmtilegu grein í heild.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.